GAGNSÆI OG TRYGGÐ GÆÐI FYRIR ÞÍNA VIRÐISKEÐJU

 

RAFRÆN SKRÁNING OG EFTIRLIT ALLA LEIÐ INN Á MARKAÐ

 

TRACIO REKJANLEIKI

Tracio Rekjanleiki er ný kynslóð hugbúnaðarþjónustu sem byggir á rafrænt vottuðum skráningum fyrir rekjanleika matvæla. 

 

Fyrsta útgáfa lausnarinnar er samtengt rekjanleikakerfi sem er sérstaklega hannað fyrir íslenskan matvælaiðnað og tengdar stofnanir. Lausnin nýtist jafnt fyrir framleiðslu og dreifingu á innlendan sem erlendan markað.

 

Tracio Rekjanleiki er einfaldur og þægilegur í notkun þar sem hver og einn aðili þarf aðeins að skanna inn QR kóða til að auðkenna hvar og hvenær hann meðhöndlaði matvöruna. 

 

Tracio kerfið mun með þáttöku allra í framboðskeðjunni mun skapa stafræna brú sem nýtist bæði til að tryggja rekjanleika og hjálpar til við að koma á beinni tengingu milli framleiðenda, þjónustuaðila og neytenda.

 

Tracio býður upp á nýjan vettvang miðlunar sem nýta má til að fræða kaupandann og styrkja ímynd og traust hagsmunaaðila með storytelling sem hægt verður að miðla beint til viðskiptavina.

 

Framtíðar neytandinn eru hluti af millennial kynslóð sem meta gagnsæi, sjálfbærni og nýsköpun - Þessi kynslóð eru upplýstir neytendur og kaupa matvæli sem þeir geta treyst að sagan sé sönn.

 

 

TRACIO GÆÐATRYGGING

Tracio gæðatrygging er ný þjónusta sem sem mun auka gagnsæi og tryggja gæði í flutningsferlinu og kæligeymslu jafnt sem straumlínulaga birgðaumsýslu og vörustjórnun.

 

Lausnin byggir á okkar vélbúnaði, TEMP TRACKER PRO sem er einnota síriti og mælir nákvæmt hitastig matvæla í flutningsferlinu og birgðargeymslum. 

 

Skynjarinn er aðeins þriðjungur að stærð kreditkorta og getur og skráð allt að 150.000 gagnapunkta. Hann er með rafhlöðu endingu til þriggja ára og þar með getur mælt og skráð hitastig fram yfir líftíma frystra afurða.

 

TTP þolir hnjask og er rakavarin og er búin til úr sérstökum plastefnum sem eru vottuð fyrir matvælaiðnað.

 

Síritinn er einfaldur í notkun (Plug&Play) og mun gefa nákvæmar upplýsingar um hitastig sögu og auðkenna staðsetningu, tíma, móttöku og afhendingu í gegnum flestar gerðir snjallsíma.

 

Til að fá samband við TTP síritan þarf aðeins að ræsa Tracio farsíma appið og leggja símtækið nálægt skynjaranum sem er límdur er fastur á umbúðir eða utan á vörubretti. 

 

Tracio hugbúnaðurinn er einfaldur og þægilegur í notkun og mun halda utan um rekjanleikan, allar skráningar og upplýsingar um ferðir vörunnar. 

 

Einnig verður hægt að senda gæðaskýrslur á kaupendur og fá greiningar á öllum gögnum fyrir stjórnendur og hagsmunaaðila fyrirtækisins.

 

Tracio vöktuð matvara mun koma í veg fyrir slæma meðhöndlun í virðiskeðjunni og þar með tryggja gæði til kaupanda. Slík trygging mun auka samkeppnishæfni og byggja upp orðspor framleiðanda og annara seljanda sem í lok dagsinns mun auka afsetningarhæfni og hækkað verð á vörunni.

 

 

 

UM TRACIO

SAGAN OKKAR

Fyrirtækið hefur síðan 2016 unnið að þróun á nýrri rekjanleika tækni fyrir sjávarafurðir undir vörumerkinu Seafood IQ. Verkefnið hefur hlotið bæði nýsköpunarverðlaun og mikið lof frá leiðandi fyrirtækjum í sjávarútvegi.

Vegna mikilla eftirspurna eftir rekjanleikalausnum í matvælaiðnaði var tekin ný stefna árið 2018 sem miðaði að því að bæta inn landbúnaði og þar með þróa heildræna rekjanleikalausn undir nafni Tracio fyrir allar tegundir matvæla (Food and Beverage).

MARKMIÐ

Markmið Tracio er að geta hjálpað matvælageiranum að efla ytri rekjanleika, öryggigæði og ímynd matvæla á Íslandi sem erlendis með rekjanleikakerfi sem er samtengt við alla hagsmunaaðila og nýtir sér tækni sem gefur færi á byltingu í þessum geira.

Tracio teymið ásamt ráðgjafanefnd trúir því að sameiginlegt kerfi sem byggt er á trausti bálkakeðju hafi burði til að verða fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir og á sama tíma auka sérstöðu íslenskra afurða á erlendum markaði.

RAFRÆN VOTTUN

Traust á rafrænni vottun Tracio byggir á svokallaðri bálkakeðju sem er tæknin sem býr á bakvið hina umtöluðu rafmynnt Bitcoin. Allar mikilvægar færslur og skráningar Tracio eru dulkóðaðar í litla bita sem bindast í Bálkakeðju sem nær ómögulegt er brjótast inn í og gera tilfærslur á upphaflegum skráningum.

 

Þessi tækni gefur stafrænum upplýsingum hámarks traust og skilvirkni í rekjanleika og hefur sannað sig vel á seinustu árum í matvælaiðnaði með stórfyrirtækjum á borð við Walmart, Nestlé og Carrefour.

HÁTÆKNI

Tracio er hátæknifyrirtæki sem hefur gert sig fullgillt sem þátttakandi í fjórðu iðnbyltingunni. Tækni kjarni Tracio er Bálkakeðja (distributed ledger) og Internet hlutanna (Internet of things, IoT), Vitvélar (Machine Learning), Gagnanám (data mining) og Sjálfvirk gagnagreining (predictive analytics).

 

Fyrirtækið hefur síðan 2016 unnið að þróun á leiðandi IoT skynjarabúnaði og tengdum hugbúnaði fyrir matvælaiðnað.  Markmiðið hefur alltaf verið að hanna ódýra og einnota örflögutækni með rafrænu auðkenni sem getur numið mikilvægar breytur í flutningsferli og geymslu afurða. Fyrsti vélbúnaður okkar TEMP TRACKER PRO er aðeins forsmekkur af þeim IoT lausnum sem við boðnar verða á næstu árum.  

 

 

 

SAMSTARFSAÐILAR

 
 

TAKTU ÞÁTT Í FORKEYRSLU TRACIO

Frá og með miðjun maí 2019 munum við bjóða fyrirtækjum á Íslandi í forkeyrslu á Tracio. Til að skipurleggja forkeyrslu með okkar ráðgjöfum, biðjum við þig að setja inn þínar tengiliðaupplýsingar

VERTU Í SAMBANDI EÐA KÍKTU Í KAFFI

info@tracio.is

Tel: +354 7873737

Sjávarklasinn

Grandagarður 16

101, Reykjavik, Iceland

ÞRÆÐIR
UM OKKUR
SAMFÉLAGSMIÐLAR

info@tracio.is

Tel: +354 7873737

Grandagarður 16

101, Reykjavik, Iceland

  • White LinkedIn Icon

© 2019 by Tracio